Eineltisdagurinn verður haldinn 8. Nóvember 2011

Sjá eftirfarandi bréf frá verkefnanefnd þriggja ráðuneyta um eineltismál:

Ákveðið hefur verið að helga 8. nóvember sem sérstökum degi í baráttunni gegn einelti. Dagskrá þessa dags mun ekki markast af stórviðburðum heldur er það ósk okkar í Verkefnastjórn um aðgerðir gegn einelti að allir þeir fjölmörgu aðilar sem þetta mikilvæga mál varðar láti til sín taka á þessum tiltekna degi hver á sinn hátt. Mikil akkur er í samtökum sem sérstaklega starfa á þessu sviði og bindum við vonir við að viðkomandi félög og samtök standi fyrir atburðum, kynningum og eða því sem viðkomandi telja að komi málstaðnum vel á þessum degi, hvert á sinn hátt. Við óskum einnig eftir að leikskólar, grunn- og framhaldskólar, félags- og frístundamiðstöðvar gefi þessu brýna málefni rými í starfsemi sinni á baráttudeginum. Sama á við um aðila eins og Ungmennafélag Íslands , Skátahreyfinguna, KFUM og K , ÍSÍ , Samfés, Umboðsmann barna, Heimili og skóli , Barnaheill , önnur velferðasamtök, Stéttarfélögin, Reykjavíkurborg , sveitarfélögin og aðra opinbera aðila sem allir eru mikilvægir hlekkir og liðsmenn í baráttunni gegn einelti.

Af tilefni dagsins hefur verið ákveðið að ganga frá (þjóðar) sáttmála um að vinna gegn einelti. Það verður gert með athöfn þar sem fulltrúar Ríkistjórnar Íslands , fulltrúar félaga og samtaka undirrita sáttmálann. Sáttmálinn verður einnig aðgengilegur á sérstökum vef, slóðin er http://www.gegneinelti.is , og þar gefst öllum þeim sem það kjósa kostur á að undirrita sáttmálann. Von okkar er að sem flestir geri slíkt og vonandi tekst að skapa hvatningu í samfélaginu til þess að svo verði – málefnið er brýnt og til mikils að vinna ef okkur öllum í sameiningu tekst að koma á þjóðarsáttmála gegn einelti. Ekki er búið að ganga frá staðsetningu en sennilega verður skóli fyrir valinu og þá skóli sem er til eftribreyttni í aðgerðum gegn einelti. Hugmyndin er einnig lífga upp á athöfnina með tónlistaratriði/um eða öðru menningartengdu efni frá nemendum úr viðkomandi skóla. Við gerum ráð fyrir að samhliða þessari athöfn þá verði félagasamtökum kleyft að kynna starfsemi sína t.d. með samtölum við gesti og gangandi, kynningarefni og stöndum.

Drög að sáttmála

(Þjóðar) Sáttmáli gegn einelti

„Við undirrituð skuldbindum okkur til að þess að vinna að alefli og einurð gegn einelti í samfélagi okkar. Við munum standa vörð um rétt fólks til þess að lifa í sátt og samlyndi við umhverfi sitt . Við munum sérstaklega gæta réttar okkar yngstu þegna sem og allra þeirra hópa samfélagsins sem ekki eiga sér málsvara eða sterka rödd. Við munum, hvert á okkar sviði, hvort sem við erum einstaklingar eða forsvarsmenn samtaka eða stofnanna , skuldbinda okkur til að þessa hafa jákvæð áhrif í nánasta umhverfi okkar, benda á það sem betur má fara, skipta okkur af því sem okkur þykir miður og með því leggja okkar af mörkum til þess að vinna bug á því samfélagslega böli sem einelti er.“

Árni Guðmundsson

Verkefnastjóri

Verkefnastjórn um aðgerðir gegn einelti

Samstarfsverkefni Fjármála-, Mennta- og menningarmála- og VelferðarráðuneytisOne Comment on “Eineltisdagurinn verður haldinn 8. Nóvember 2011”

  1. Mr WordPress skrifar:

    Hi, this is a comment.
    To delete a comment, just log in, and view the posts’ comments, there you will have the option to edit or delete them.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s