Ég skipti máli – Burt með einelti

Okkur var að berast tilkynning:

Í tilefni af Baráttudegi gegn einelti þann 8. nóvember n.k. verður útgáfukynning hjá Lífsýn forvarnir og fræðsla í Mjóddinni klukkan 16:00 – 18:00 þar sem verður kynning á okkar starfsemi og flutt lög af nýútkomnum geisladisk sem ber nafnið Minningar sem kom út núna í september s.l. og er afrakstur forvarnarverkefnis okkar sem ber nafnið „Ég skipti máli´´. Diskurinn var gefin út til minningar um allt það góða fólk sem hefur tekið líf sitt og látið lífið langt fyrir aldur fram.

Lífsýn forvarnir og fræðsla hefur undanfarin 5 ár unnið markvisst og árangursríkt starf með börnum og unglingum sem standa illa félagslega, hafa orðið fyrir einelti eða öðru mótlæti í lífinu. þar sem ungu fólki gefst tækifæri að vinna í sinni sjálfsmynd útfrá þeirra áhugasviði og hafa krakkarnir sem tóku þátt í þessu verkefni mörg hver verið hjá okkur á TST sjálfstyrkingarnámskeiði og var þetta liður í því að styrkja þau í gegnum þeirra áhugamál sem er tónlist og söngur, alls tóku 25 einstaklingar þátt í disknum 14 ungmenni á aldrinum 10-17 ára ásamt fjölmörgum gestum okkar.

Söngvarar á disknum eru t.d. Helga Möller, Lay Low , Kristján Gíslason, Bergsveinn Arilíusson, Sigurður Helgi Pálmason og margir fleiri góðir.

þeir sem munu spila og syngja í Mjóddinni eru : Kristján Gíslason, Elvar Bragason, Atli Valur Arason , Sóley Salóme Einarsdóttir , Adolf Marinósson, Sigurjón Tómas Hjaltason, Guðný Inga Eiríksdóttir og Emma Lovísa Diego Skjaldardóttir.

Kæru vinir nú er að standa saman og fjölmenna í Mjóddina kl 16:00 – 18:00 á þessum Baráttudegi gegn einelti.

Við vonumst til að sjá sem flesta.
Forvarnarsamtökin Lífsýn.



Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s