Einelti er dauðans alvara

Grein sem birtist á DV.is 2. nóvember 2011:

 

Þann 8. Nóvember 2011 verður haldin eineltisdagur, dagur sem ætlaður er til að minna á skelfilegar afleiðingar eineltis. Ég vil segja mína sögu hverjar afleiðingar eineltið hafði fyrir mig.

Ég er fædd og uppalin í litlum bæ og þegar ég var 12 ára þá byrjaði eineltið ég var lögð í einelti í mörg ár. Ég fór að fitna og það var fljótlega notað gegn mér. Ég var kölluð ljótum nöfnum t.d fituklessa, feita ógeð og andstyggileg skilaboð skrifuð á skólaborðið hjá mér. Þannig byrjaði dagurinn, einhver sá ástæðu til að finna að mér og segja mér að ég sé ómöguleg. Þetta er ekki það sem unglingur á að þurfa að þola einmitt þegar álit jafnaldra skiptir jafn miklu máli. Þarna mótaðist sjálfsmynd mín. Á sama tíma veiktist faðir minn alvarlega og ég fór að finna til þunglyndis sem ágerðist með áframhaldandi einelti. Þegar ég kom heim úr skólanum grét ég og vildi ekki fara í skólann meir.

Ég byrjaði að borða meira og fitnaði meira í kjölfarið.

Þegar ég byrjaði í gagnfræðiskólanum byrjaði ég að rífa kjaft og byggði þannig múr utan um mig

Skólinn sagði að eineltið væri mér að kenna af því ég væri svo kjaftfor. Það að rífa kjaft var bara eitt af mínum leiðum til þess að vernda sjálfa mig. Það var margoft talað við skólayfirvöld en þau virtust alltaf koma sökinni yfir á mig. Jafnvel þegar skólatölvan var notuð til að senda skilaboð til mín um að ég væri ómöguleg var ekkert hægt að gera, ekki hægt að finna þann sem sendi skilaboðin og þau voru ljót

Þó ég yrði ekki fyrir barsmíðum þá varð ég fyrir andlegu ofbeldi sem kom fram í að horft var á mig á leiðinlegan hátt og síðan var hvíslast á og oft fékk ég ekki að vera með ef eitthvað átti að gera.

Af hverju breytist ljúf og góð stelpa í það að vera kjaftfor frekja? Af hverju fer hún að einangra sig og af hverju hættir hún að mæta í skólann? Það ásamt því að oft var kvartað um eineltið við skólastjórann hefði átt að vera skólanum aðvörun.

Þetta eru svo augljós merki, af hverju pældu skólayfirvöld ekkert í því.

Dæmi um hvernig skólinn tók á einu máli:

Skólabróðir gat ekki séð mig án þess að segja við mig að hann óskaði þess að ég fengi krabbamein og dæi, notaði öll tækifæri til þess, hvíslaði þessu að mér hvenær sem hann gekk framhjá mér eða hitti mig. Vanlíðanin útaf þessu var hræðileg og ég sagði foreldrum mínum frá þessu, þau töluðu við skólastjóra og hann kallaði saman fund.

Foreldrar, skólastjóri og kennari voru kallaðir á fundinn og það var talað um þetta og strákurinn kallaður til. Skólastjórinn sagðist ekki trúa þessu því þetta væri svo góður strákur. Sennilega hélt hún að ég væri að búa þetta til, en í ljós kom svo var ekki.

Á fundinum viðurkenndi strákurinn þetta, hann var látinn lofa því að gera ekki slíkt aftur og svo var tekið í höndina á honum og honum þakkað fyrir að koma.

Svo eftir fundinn þá sagði skólastjórinn „Svo vona ég að við sjáum þessa ljúfu, góðu stelpu aftur eins og hún var áður“ Þetta segir mér að skólastjórinn tók eftir að ég hafði breyst en aðhafðist ekkert, spurði einskis og setti þetta ekki í samhengi við eineltið sem þó var oft búið að kvarta undan við hana.

Ég fór að skrópa í skólanum, svaf í tímum og byrjaði að skera mig til þess að losna við sársaukann

Ég kláraði 10.bekk en gat ekki hugsað mér að halda áfram í skóla með þessu fólki sem

lét mér líða svona illa. Um haustið þegar ég var 16 ára þá var ég lögð inná Bugl vegna þunglyndis og kvíða og var þar um tíma.

Ég byrjaði að reykja hass og fikta með önnur eiturlyf þegar ég var 17 ára. Um leið og ég gat eða þegar ég varð 18 ára þá flutti ég til Reykjavíkur í eigin íbúð og fór að vinna ég var þar í hálft ár.

Ég var lögð inna bráðadeild af því að ég reyndi að fyrirfara mér. Ég hélt áfram að skera mig og var aftur lögð inná bráðageðdeild 2006 þar reyndi ég einnig að fyrirfara mér þar var ég í langann tíma því ég var orðin svo veik af þunglyndinu. Þá fluttu foreldrar mínir til Reykjavíkur og ég flutti til þeirra.

Ég hef reynt að fyrirfara mér nokkrum sinnum. Á þessum árum var ég greind með alvarlegt þunglyndi, kvíða og mikla félagsfælni sem hægt er að rekja til þess að skilaboðin meðan á eineltinu stóð voru þau að ég væri ekki nógu merkileg manneskja, ég ætti jafnvel ekki að vera til.

Ég hitti sálfræðing og geðlækni vikulega og ég er á lyfjum við þessu til þess að halda mér í jafnvægi

Núna er ég alltof þung og einangra mig því. Ég er með mikla félagsfælni og forðast fólk, jafnvel ættingja mína. Ég fer ekki í heimsóknir eða veislur, því ég er mjög hrædd við þessa óþægilegu þögn sem myndast alltaf af því fólk spyr mig hvað ég sé að gera? Hvort ég sé í skóla eða vinnu?

Ég get ekkert sagt nema það að ég sé búin að vera veik síðastliðin 5 ár. Þá kemur þessi þögn og fólk veit ekkert hvað það á að segja.

Ég er með mörg ör á handleggjunum eftir að hafa skorið mig. Þegar ég fer í niðursveiflu þá á ég til að skera mig til þess að finna eitthvað annað en vanlíðina og tómleikan inn í mér.

Í dag er ég 24 ára og er búin að vera meira og minna veik síðan ég var 15 ára og oft verið lögð inn. Þetta er erfið barátta og eilífðar verkefni og oft sér maður ekkert ljós, ekkert nema myrkrið en svo inná milli koma tímabil þar sem maður getur séð smá glætu. Ég bið á hverjum degi að þetta verði góður dagur, án þunglyndis og án þess að hugsa hversu heitt ég vil deyja.

Ég get ekki unnið lengur og er því á örorkubótum, mig langar alls ekki til að vera á bótum því mig langar til þess að vera í vinnu. Fyrir rúmum 7 mánuðum þá reyndi ég að fyrirfara mér með því að taka of stóran skammt af lyfjum og ég lenti á gjörgæslu og ég dó næstum því.

Í dag er ég stundum ánægð með að hafa lifað en oftast óska ég þess að ég hafi bara dáið. Mest af þessu er eineltinu að kenna, eineltið mótaði mig. Fyrir eineltið þá var ég ung og glöð stelpa sem átti framtíðina fyrir sér, mér gekk ágætlega í skólanum og ætlaði mér eitthvað mikið.

Ég hef ekki getað fyrirgefið þessum krökkum sem lögðu mig í einelti og ég held að ég muni aldrei geta það því þau eyðilögðu líf mitt en ég er samt að reyna að byggja mig upp aftur og hef reyndar verið að reyna það í mörg ár og það er alltof oft sem ég sé ekkert ljós allt er svart

Af hverju þurfum við að vera andstyggileg hvort við annað.

Einu sinni þegar ég var stopp á rauðu ljósi benti ókunnug stelpa mér á að skrúfa rúðuna niður ég hélt hún ætlaði að benda mér á að eitthvað væri að, en þegar ég gerði það notaði hún tækifærið til að uppnefna mig og segja hluti til að særa. Þetta var mannsekja sem ég hafði aldrei séð áður.

Hvað kemur fólki til að gera svona hluti? Af hverju þarf ókunnugt fólk að vera að skipta sér af öðrum til þess eins að láta þeim líða illa? Ég hef stundum hugsað hvort henni hafi liðið vel á eftir. Hún veit ekki hvaða afleiðingar þetta hafði en þær voru slæmar. Af hverju er ekki hægt að sjá manneskjuna sem manneskju? Vegna þessarar stelpu og annara álíka forðast ég að fara út og er því hálfgerður fangi á eigin heimili og þegar ég lendi í svona þá fer ég í þunglyndis kast og ég veit ekki hversu mikið þunglyndið verður eða hversu lengi kastið verður eða hversu lengi ég verð inniliggjandi í þetta skipti. Ég er hrædd um að lenda aftur inná geðdeild því það þýðir bara sjálfsvígs hugsanir og mikla vanlíðan

Ég fékk sjálfsvígshugsanir á hverjum degi í rúm 10 ár. Getiði ýmindað ykkur að hugsa á hverjum degi að það væri bara best fyrir alla ef ég myndi hverfa.

Núna í dag hef ég verið að vinna í mér og hef ekki fengið þunglyndiskast eða sjálfsvígshugsanir í rúma 2 mánuði og ég sé ljós handan við hornið þó ég detti stundum í það að hugsa hvað allt væri auðveldara ef ég hefði bara dáið fyrir 7 mánuðum en ég er fljót að koma mér uppúr því og reyna að líta á björtu hliðarnar. En eineltið, þunglyndið og sjálfsvígshugsanirnar eru eitthvað sem ég myndi ekki óska mínum versta óvini, ekki einu sinni þeim sem lögðu mig í einelti.

Núna er ég að vinna í því ásamt öðrum að reyna að gera eitthvað í þessum eineltismálum. Að reyna að koma lögum gegn einelti því einelti er glæpur gegn manneskjunni og ætti því að vera í lögum.

Meðan ekki hefur náðst fullkominn sigur á eineltinu reynum þá að muna að hver einasta manneskja á rétt á að hún sé virt sem einstaklingur og að komið sé fram við hana af virðingu og réttlæti. Foreldrar hvort sem börn ykkar eru lögð í einelti eða ekki, talið um það við þau hversu alvarlegt það er.

Það á enginn heldur að standa þegjandi hjá og horfa uppá að einelti sé viðhaft.

Fólk verður að gera sér grein fyrir því hvað einelti gerir því einelti getur eyðilagt líf og það getur tekið líf eins og það hefur margoft gert, einelti er dauðans alvara.

 

Höfundur er 24 ára fórnarlamb eineltis og meðlimur hópsins Eineltislög Strax!


One Comment on “Einelti er dauðans alvara”


Færðu inn athugasemd við Slæm Netsiðferði « fs300979 Hætta við svar

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s