Fréttatilkynning: Heimildamynd um einelti dreift ókeypis í alla grunnskóla.

Þann 27. febrúar nk. verður heimildamyndin Allt Um Einelti frumsýnd í kvikmyndahúsinu Bíó Paradís kl 16:00. Samhliða frumsýningu mun myndin verða opnuð almenningi á heimasíðu verkefnisins Einelti.com og inni á VOD kerfum símfyrirtækjana. Frumsýningin verður haldin við hátíðlega athöfn þar sem boðið hefur verið þingmönnum, fulltrúum sveitarfélaga, menntastofnana og félagasamtaka fólks í menntunar- og uppeldisgeiranum ásamt fjölmörgum öðrum sem hafa látið sig þessi mál varða. Sérstakur gestur sýningarinnar verður borgarstjórinn í Reykjavík, en hann mun opna fyrir sýningu myndarinnar inni á vefsíðu hennar einelti.com.

Allt Um Einelti er 90 mínútna löng fræðslumynd fyrir fullorðna, sem fjallar um einelti meðal grunnskólabarna út frá ýmsum hliðum og fer yfir nokkrar aðferðir til að draga úr því. Í myndinni er rætt við gerendur, þolendur og fagfólk ásamt því að skoðaðar eru ýmsar rannsóknir tengdar efninu. Gerð myndarinnar var meðal annars styrkt af Mannréttindaráði Reykjavíkur, hlaut
Húmanistaviðurkenningu Siðmenntar 2012 og var tilnefnd til Foreldraverðlauna Landssamtaka Foreldra: Heimili og Skóli 2013.

Myndinni verður sem áður segir dreift ókeypis til að sem flestir eigi kost á fræðslu um þetta mikilvæga málefni. Í framhaldi verður send tilkynning á alla grunnskóla landsins, ungmennafélög og aðra aðila sem vinna með börnum með hvatningu um að kynna sér efni myndarinnar. Er það von framleiðenda myndarinnar að þetta muni skila sér í því að umræðan um einelti meðal barna muni færast upp á næsta stig.

Nánari upplýsingar:
vidar (hjá) einelti.com
sími: 821-8721

Um frumsýningu inni á vef Bíó Paradís: http://bioparadis.is/2014/02/20/allt_um_einelti/

Stikla úr myndinni:Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s